Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...| MENAFN.COM

Tuesday, 18 January 2022 12:41 GMT

Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


(MENAFN- GlobeNewsWire - Nasdaq) English Icelandic

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. : Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 2 keypti Sjóvá 2.525.363 eigin hluti að kaupverði 95.819.083 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð (gengi) Kaupverð (kr.)
10.1.2022 10:34:51 9.502 38,40 364.877
10.1.2022 10:55:58 90.827 38,40 3.487.757
10.1.2022 14:37:50 524.671 38,40 20.147.366
11.1.2022 11:44:41 625.000 38,00 23.750.000
12.1.2022 11:47:54 625.000 38,00 23.750.000
13.1.2022 10:11:19 627.897 37,40 23.483.348
14.1.2022 14:42:31 22.466 37,20 835.735
Samtals 2.525.363 95.819.083

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 7. janúar 2022.

Sjóvá átti 39.821.326 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 42.346.689 eigin hluti eða sem nemur 3,34% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 2.525.363 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,20% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 95.819.083 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.714.312 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,75% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 30. júní 2022, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

ramkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, II. kafla viðauka við reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið
MENAFN14012022004107003653ID1103540591


Legal Disclaimer:
MENAFN provides the information “as is” without warranty of any kind. We do not accept any responsibility or liability for the accuracy, content, images, videos, licenses, completeness, legality, or reliability of the information contained in this article. If you have any complaints or copyright issues related to this article, kindly contact the provider above.